Ætla að taka smá úr BootCamp matarprógramminu fyrir þig.
1. máltíð – Morgunmatur
a) Hreinn Whey próteinshake og einn ávöxtur
b) Sykurlaust skyr og ávöxtur. Hægt er að blanda það í skyrshake (Boozt)
c) Venjulegt Cheerios, múslí, annað gróft morgunkorn eða hafragrautur með fjörmjólk/ undanrennu
d) 2 stk hrökkbrauð eða gróft brauð með kjúklingaáleggi, kotasælu, eggjum, grænmeti, 17% osti eða léttum smurosti.
2. máltíð – Millimáltíð
a) Ávöxtur
b) Próteinstöng, t.d. Perfect Protein Blast
c) Lítil skyrdolla (velja tegundir án viðbætts sykurs)
d) 1 stk hrökkbrauð með kotasælu, grænmeti, eggjum og kjúklingaáleggi
3. máltíð – Hádegisverður
a) Heit máltíð. Ákjósanlegast er að fá sér fisk (ofnbakaðan eða gufusoðinn) eða kjúkling (grillaðan) með hrísgrjónum og grænmeti. Drekka skal 2 vatnsglös með.
b) Salatbakki, úr salat/pastabar stórmarkaða eða kjúklingasalat. Velja skal meira af salati, fersku grænmeti, túnfisk, eggjahvítum og kjúkling en minna af pastanu sjálfu og sleppa sósum.
c) Take-away, t.d. Salatbar Eika, Á næstu grösum, Grænn kostur. Betra að fá sér bakka til að taka með til að forðast það að borða yfir sig.
d) Gróf brauðsneið með hollu áleggi; t.d. kjúklingaskinku, kotasælu, grænmeti
e) Hreinn Whey Próteinshake og ávöxtur
4. máltíð – Millimáltíð
a) Ávöxtur
b) Próteinstöng, t.d. Perfect Protein Blast.
c) Lítil dolla af skyr.is
d) 1 stk hrökkbrauð með hollu áleggi
e) Harðfisksbitar
f) Hreinn Whey Próteinshake
6. máltíð – Kvöldverður
a) Fiskur (ofnbakaður eða gufusoðinn), kjúklingabringa (grillaðan eða ofnbakaðan án skinns), hrísgrjón og ferskt grænmeti eða salat með. Mikilvægt er að fá sér aðeins einu sinni á diskinn og skipta honum á eftirfarandi hátt: 2/5 hlutar kjötmeti, 2/5 hlutar grænmeti og 1/5 hluti kolvetni (t.d. hrísgrjón, sætar kartöflur, kúskús). Forðast skal feitt kjöt, feitar sósur (t.d. rjómasósur) og hvítar kartöflur.
b) Salat með kjúkling eða túnfisk og örlítilli ólífuolíu
c) Eggjahræra (3-5 hvítur á móti hverri rauðu) með niðurskornu grænmeti og smá kjúklingaskinku
d) Tilbúinn matur, t.d. hollusturéttir af Nings, grillaður kjúklingur t.d. úr Nóatúni (sleppa skinninu), kjúklingarúlla t.d. frá Kebab-húsinu eða kjúklinga- og túnfiskssalat svo fátt eitt sé nefnt. Kjöt úr fuglum og fiskum er próteinríkt og ferskt grænmeti veitir ykkur nægilegt magn af vítamínum, steinefnum og kolvetnum.
e) Hreinn Whey Próteinshake
Í kvöldmat er í lagi að borða það sem í matinn hverju sinni. Athugið þó vel ofangreinda liði sem ákjósanlegasta kvöldverðinn. Þeir sem æfa seinnipartinn ættu að fá sér próteinshake eftir æfingu.
7. máltíð – Kvöldsnarl
a) Ávöxtur. Gott að skera niður ávexti til að narta í
b) Próteinstöng, t.d. Perfect Protein Blast
c) ½ Hreinn Whey Próteinshake
d) lítil sykurlaus skyrdolla
Vona að mér verði fyrirgefið að stela þessu svona beint:)
Gangi þér vel.
P.s. Ef þig langar að grennast og styrkjast skoðaðu þá bootcamp.is Toppform á mettíma.
:)