Hvað gæti eiginlega verið að þegar það gerist að ég fell í yfirlið eftir að ég stend upp eftir langa setu eða eftir að ég ligg í rúminu?

Þetta lýsir sér þannig að ég stend upp og ég fæ mikinn svima og þrýsting um höfuðið og allt verður svart, stundum líður þetta bara yfir eftir smá tíma og ég jafna mig mjög fljótt ef ég bara held mér í eitthvað. En stundum gerist það líka að það líður yfir mig og ég ranka við mér stuttu eftir með mjög svo óþægilegan náladofa um allan líkamann og þrýsting í höfðinu auk þess sem það tekur mig svolítinn tíma að muna hvers vegna ég er hangandi á sófanum eða af hverju ég ligg á gólfinu.

Veit einhver hvað þetta gæti verið og af hverju þetta stafar?
Kannski skortur á einhverju?
Blóðlítil?
Vítamínskortur?

Þetta er kannski ekki eitthvað til þess að hafa áhuggjur af en mig langar að hafa varann á og viss um að ekkert ami að mér.