Jæja, nú er ég hætt að borða nammi, skyndibitamat, kex, gos, snakk og kökur til að hreinsa líkamann af þessari óhollustu og kannski grennast smá. En vandamálið er að ég er i 2 vinnum, frá hálf 8 til 17 og svo stundum frá 18 til 22 eða 23 í hinni vinnunni á virkum dögum og svo aðrahvora helgi frá 17 til 23 þannig að ég hef voðalega lítinn tíma fyrir hreyfingu nema þegar ég fer í fótbolta með vinkonu minni um helgar.
Það sem ég var að pæla er að get ég grennst með því að hætta að borða þessa óhollustu með þessari litlu hreyfingu eða þarf ég að hlaupa helling og gera æfingar með til að grennast?
Ég er 165 og 50 kg. en málið er að ég er rosalega smábeinótt þannig að það er eitthver fita í þessum 50 kg. og ég er með alveg smá bumbu þannig að ég vil ekkert endilega léttast mikið, bara losna smá við bumbuna mína ;)