Hversu mikið?
Þú þarft að éta nóg til að þyngjast.
Ef þú ert ekki að þyngjast ertu ekki að éta nóg. Punktur.
Þetta er ekki flókið mál. En það er ekki hægt að reikna þetta út fyrirfram fyrir einstakling.
Hvað?
Þú þarft nóg prótein, u.þ.b. 2g fyrir hvert kíló líkamsþyngdar (að frádreginni fitu). Þannig að ef þú ert 70kg með 15% fituhlutfall (10 kg fita) þarftu ca (60*2) 120g af próteini.
Ekki hengja þig í smámuni. Þetta þarf ekki að vera hárnákvæmt.
Prótein færðu mest úr fiski, kjöti, mjólkurvörum, hnetum og baunum.
Þú þarft síðan eitthvað af góðri fitu. Hún kemur helst úr jurtaolíum, hnetum og fiski.
Svo þarftu, og þetta er það sem mjög margir klikka á, nóg af hitaeiningum. 500-1000 kcal á dag umfram brennslu er sennilega hæfilegt.
Það eru þeir sem reyna að lifa á hitaeiningasnauðu megrunarfæði (kjúklingabringur, broccoli og hrísgrjón er týpiskt) sem misheppnast að bæta á sig vöðvum. Svoleiðis er fínt til að skera sig niður, ekki til að byggja upp.
Vendu þig á að borða grænmeti og ávexti.
Heilsunnar vegna er best að forðast sælgæti, gos, kex og kökur, en ef þú nærð ekki að fylla hitaeiningakvótann öðruvísi, þá verður svo að vera.