Ég held það sé ekki alveg svona staðlað, og fari meira eftir hvað hann vill fá útúr þessu. Fólk hérna er að biðja um aðeins of “persónuleg” tips, það er engin ein leið. Ef þú villt byggja þig upp og stækka helling, ætturu að éta eins og svín (skyr, kjúkling, egg, grænmeti, ávexti, túnfisk, og meira skyr) og svo meðlæltið með bara (brauð, hrísgrjón, mikið af mjólk, og vatni.. og bla bla) og borða bara reglulega og háma í þig eins og þú sért á launum taka knnski 10 reps 8 og svo 6 eða 10 8 8 eða 8 6 6 þá stækkaru alveg helling og nærð alveg góðum árangri í að fara í hærri þyngdri.
Hinsvegar ef þú villt styrkja þig bara fá uppfyllingu í vöðvana og hámarksárangur miðavið stærð vöðvana (semsagt ekki vera byggja þá upp og tvöfalda rúmmál þeirra “fyrir þá sem eru alltaf að taka þessu bókstaflega þá segi ég bara svona…” þá er gott að taka oft eins og kannski 12 12 10, en að taka eithvað 18 sinnum held ég sé ekki stálið, og alsekki fyrir stráka, gætir alteins bara farið út að hlaupa, tilgangur með lyftingum er held ég að bæta á sig vöðvamassa og 18 sinnum ethvað er kannski fínnt fyrir stelpur sem vilja ekki bólgna út og verða of sterkar, heldur meira svona viðhalda líkamanum.
En maturinn er númer 1 2 og 3 svo bara mæta alltaf á æfingar, sama þótt þú hafir verið á fylleríi daginn áður, og sofa svo vel og lyfa skynsamlega :)
Vona þetta hjálpaði þér eithvað. Ef það er eithvað sem þú hefur áhuga á að spyrja þá láttu það flakka. (beint til þess sem bjó til korkinn) en svo allir snappi ekki hérna þá er ég ekki einkaþjálfari bara reyna verða að liði.