Getur það verið að okkur skorti ögn umhugsun fyrir þvi að næra sálina í samræmi við líkamann.
Hafið þið til dæmis tekið eftir því að húmor, hvers konar í fjölmiðlum er af skornum skammti síðan Spaugstofan hætti, en sá þáttur var einn sá vinsælasti sem um getur.
Hvernig eigum við að virkja endorfín framleiðslu líkamans ef við fáum ekkert tilefni til þess að hlægja, nema borga peninga til þess að fara í leikhús ?
Hafa menn tíma til þess að þakka fyrir sig og brosa í matvörubúðinni, á leið í líkamsræktina ?
Gefum við okkur tíma til þess að rækta kærleikann almennt, í mannlegum samskiptum ?
Mér þætti fróðlegt að heyra ykkar álit.