Spáðu ekki þessa smábumbu, hún hverfur ef þú ferð að reyna á þig.
Þú getur ekki minnkað bumbuna með magaæfingum!57kg er of lítið fyrir þína hæð en það fer þó eitthvað eftir aldri. Það tekur tíma fyrir breiddina að ná því að verða í samræmi við hæðina.
Eins og fantasia segir þá ættirðu að lyfta.
Lyftingar eru eina raunhæfa leiðin til að bæta við sig vöðvamassa. Fræðilega séð gætirðu svosem unnið við að stafla fiskkössum eða heyböggum, en slík vinna er mestmegnis gerð með vélum í dag.
Þú þarft ekki að hlaupa frekar en þú vilt. Fyrst um sinn geturðu byggt upp vöðva og losað þig við fitu samtímis en síðar þarftu að gera það til skiptis.
Til að bæta á þig vöðvamassa þarftu að éta meira en þú brennir. Ég geri ráð fyrir að þú sért á táningsaldri. Hormónaumhverfi táningspilta er mjög hagstætt svo það eina sem þú þarft að gera er að lyfta og éta.
Ég mæli með einföldu prógrammi sem er byggt í kringum kraftlyftingagreinarnar 3, hnébeygju, réttstöðulyftu og bekkpressu. Auk þess er gott að gera upphífingar eða niðurtog fyrir efra bakið og standandi pressu fyrir axlirnar. Það er ágætt að taka einhverja magaæfingu líka þó hún minnki ekki magann.
HnébeygjaRéttstöðulyftaBekkpressaStandandi pressaUpphífingNiðurtogGott er að byrja á að lyfta 2-3 daga í viku, 2-5 sett af hverri æfingu, 5-10 reps per sett.
Ég vona að þetta hjálpi eitthvað.
Þú getur ekki minnkað bumbuna með magaæfingum!