Af hverju þarf það að vera Feit/ur að þýða það sama og vera Ljót/ur.
Ég veit vel að fita er óholl, þ.e. að það er óhollt að vera langt yfir yfirþyngd, en af hverju þarf allt í kringum mann að hamra á því hversu ógeðslega maður lítur út. Allt samfélagið segir manni að það sé viðbjóður að vera yfir kjörþyngd. (ég veit ég er að alhæfa hérna sorry)
Ég segi að maður eigi að reyna að halda hollustu í lífinu og reyna að vera í líkamsþyngd sem er ekki hættuleg líkamanum, en ég vil ekki viðurkenna að allir sem eru of þungir þurfi að vera ljótir,
menn segja að þetta sé bara þjóðfélagið sem hugsar sona og það sé ekkert við því að gera, en ég segi að við séum þjóðfélagið og við getum gert einhvað í þessu… Berjumst á móti offitu vegna óhollustunnar ekki vegna útlitsins
Lífið er dans á rósum, oftast þyrnar en mjúkt inná milli