Ég er að vinna í sjoppu. Yfirleitt er ég að vinna frá 4 til 11 og er þess vegna í kvöldmat þar. Ég vakna einhverntímann frá 10-12 og fæ mér þá morgun/hádegismat og svo fæ ég mér yfirleitt að borða áður en ég fer í vinnuna. En þetta er ekki alveg að virka, ég veit ekki af hverju :S Það er oftast lítið að gera um 6-leytið svo ég borða þá …
Í vetur var ég í mötuneyti svo ég er vön því að borða á ákveðnum tímum, alltaf á sama tíma. Maginn truflast einhvernveginn þegar maður borðar ekki reglulega …
Svo er spurningin, hvað er manni ráðlagt að borða oft á dag og hvernig finnst ykkur að ég ætti að haga matartímunum mínum?
Takk fyrirfram :)