Ég er að leita að einhverju góðu líkamsræktarprógrammi, sem hefur mikla brennslu, ég þarf nefnilega að ná að missa um 20-30 kíló. Það sem ég er að leita eftir er hvernig ég ætti að æfa á líkamsræktarstöð og fyrir utan hana svosem með mataræði og slíkt. Hef oft farið á þessar líkamsræktarstöðvar en hætti alltaf þar sem ekkert gerist. Talaði einu sinni við þjálfara á stöð og eina sem hann sagði mér að mæta á morgnana á stöðina fara að hjóla og hlaupa í 40 mín og mæta svo aftur seinnipart og lyfta, ég verð nú að segja það ég brenndi ekki miklu, ég hef örrugglega gert eitthvað vitlaust t.d. mataræðið. Hafið þið einhver góð prógrömm sem virka.

Takk,
Randy