Ég er að hugsa um að kaupa mér prótein. Málin standa þannig að ég er að þyngja mig, ég tek inn Mega Mass 2000 og borða líka meira en venjulega og er búinn að þyngjast um svona 3-4,2 kg á 3 vikum og 2 dögum. Hvað finnst ykkur? Ætti ég að kaupa mér prótein dúnk?

Og ég veit að maður ætti ekkert að vera að drekka áfengi og lyfta en hvað gerist t.d. ef maður er að drekka áfengi meðan maður lyftir?
Hvernig skemmir það fyrir manni?

Svo er það æfingaplanið sem ég nota, þá hljómar það svo:
Bekkpressa
Hnébeygja
Réttstöðulyfta
Róður
Maga- og bakæfingar í lokin og svo smá teygja

Ég geri þetta 4x6, er það nóg? Mig langar líka til að bæta kannski æfingum til að taka á bicepinn en málið er það að þessar 6 æfingar sem ég geri, tekur mig hátt uppí klukkutíma eða jafnvel 70 mín… er það ekki of mikið?

Þannig ég ætti kannski bara að vera á þessu prógrammi í smá tíma og svo eftir 3 mánuði eða svo skera niður æfingarnar? Skipta æfingum í efra og neðra boddý? Hvað finnst ykkur?

Vona að þið fattið það sem ég er að segja, kannski er þetta svolítið ruglingslegt en það ætti ekki að vera það :)
“If you wanna get strong - downright strong- you gotta do the big one, the squat”.