Ég vissi ekki alveg hvar ég ætti að seta þetta svo ég setti þetta hér.
Er einhver sérstök aðferð sem maður á að nota þegar maður rakar hendurnar og fæturnar? Ég held að ég geri þetta eitthvað vitlaust því einhvernvegin gerist það mjög oft að ég sker mig á rakvélablaðinu.
Uhm, ég raka mig undir höndunum því ég nota ekki svitalyktareyði. Það er margfallt auðveldara að losna við svitalykt þannig, í fyrsta lagi þá fer mestur sviti í bolinn svo lyktinn lagast strax með því að skipta um bol, svo er hægt að þrífa bara með þvottapoka eða sletta pínu spritti á bakteríurnar (kafbátasturta :). Svo svitnar maður bara yfir höfuð minna því hárið er ekki þarna til einangrunar. Veit ekki af hverju fleiri karlmenn gera þetta :/ mikil hreinlætisbót.
En já, nóg um það. Það sem ég geri er einfaldlega að raka þetta burt með góðum rakhníf (bara gillettinn sem ég nota á andlitið), ég geri það alltaf í sturtu því að húðinn er móttækilegri einhvernvegin og er enga stund að jafna sig, svo fara hárin burt jafnóðum með vatninu. Svo rakar maður nátturulega ekki á móti hárvextinum, það veldur sárindum. Eftir sturtuna ber ég svo bara krem undir hendurnar á mér og húðin jafnar sig fljótt.
Ef þú skerð þig oft gæti það bara verið út af því að hnífurinn er lélegur eða þá þú rakar í vitlausa átt.
Þú sagðir að þetta væri agalega gay, það er ekki skoðun, það er fullyrðing. Þú hefðir frekar átt að segja: mér finnst þetta agalega gay. Að sjálfsögðu tek ég ekki svona kjaftæði nærri mér, þetta var augljóslega flamebait svo ég svaraði bara með annarri eins vitleysu.
Fyrst að þetta var svar frá honum er þetta líklegast hans skoðun, af hverju ætti hann að segja einhvers annars skoðanir án þess að taka það sérstaklega fram?
Fullyrðing er ekki það sama og skoðun. Það er munur á því að segja “mér finnst vera þetta grænt” og “þetta er grænt”. Skoðun getur verið matsatriði en fullyrðing ekki. Ég var ekki að gefa í skyn að hann væri að tjá skoðanir annarra.
Nú ertu kominn út í óþarfa útúrsnúning, á maður virkilega að þurfa að taka það fram í hverju svari að maður sé að skrifa sína eigin skoðun? Ekki láta það fara fyrir brjóstið á þér þó að honum finnist eitthvað annað en þú, í þessu tilfelli var það augljóslega bara hans skoðun og eftv. eru margir fleirri sammála bæði þér og honum í þessu máli.
Haha, þú veist greinilega ekkert um hvað þetta snérist. Hann sagði þetta í þeim tilgangi einum að ögra mér, þ.e.a.s. gera grín að mér vegna þess að ég raka mig undir höndunum. Ég efast um að honum finnist það einkennandi fyrir samkynhneigð að raka sig undir höndunum. Þú ert að gera einfalt mál afar flókið, hann bullaði í mér og ég bullaði í honum. Blaðrið í þér er bara sparðatíningur. Finndu eitthvað betra við tíman að gera.
Neinei, hann sagði þetta í tilgangi þess að láta í ljós sína skoðun, eins og flestir svara hér á huga, og þú tókst þessu sem móðgun, mistúlkaðir það. Ekki segja mér að finna mér eitthvað að gera þegar þú ert að missa þig yfir einhverri lítilli gagnrýni sem þú getur ekki höndlað.
Já, ég er alveg viss um að hann er afar harður á sínum skoðunum varðandi hvað er gay og hvað ekki. Og já, ég tók þetta mjög nærri mér. Þú hefur rétt fyrir þér að vanda.
Takk fyrir það að fara ekki með þetta út í rugl, ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá er það fólk sem tekur ekki neikvæðri gagngrýni/tapi/leiðréttingum og þar sem ég veit að þú ert ekki með heimskustu notendum huga fór ég að verða “hræddur” um að þú færir að missa þig hérna, eins og svo oft hefur gerst með marga góða notendur hér á huga, ég tek ofan fyrir þér Damphir :)
Nema auðvitað að þetta hafi verið leiðinda kaldhæðni hjá þér, þá máttu fara í rassgat.
Þú verður bara að gera það í sturtu, með hreinu rakvélablaði og með raksápu (gel, æ, svona froðu), passa að strekkja á húðinni undir höndunum, passa sig hjá öklunum og hnjánum og horfa alltaf á það sem þú ert að gera. Og setja krem eftirá (ekki að það hjálpi beint því að skera sig en er samt svo mikilvægt)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..