Ertu þá alveg kraftlaus og er að rembast eða er þetta bara smá skjálfti? Ég veit að margir eru oft óstöðugir þegar þeir byrja að lyfta með frjáls lóð, t.d. í bekknum eða bara með handlóðir. Það eru ýmsir vöðvar í líkamanum sem ekki eru stórir en eru mikilvægir upp á jafnvægi, besta leiðin til að æfa þá er bara að halda áfram og smátt og smátt verður maður stöðugari (að vísu getur þetta líka stafað því að maður beitir líkamanum rangt). Þetta er það eina sem mér dettur í hug.
Stundum þegar ég að reyna á mig, t.d. bara að lyfta með öxlunum sitjandi þá byrja aðrir hlutir líkamans að hristast, t.d. fæturnir. Það er held ég bara vegna þess að maður er að taka svo mikið á að maður reynir ósjálfrátt að beita öllum líkamanum, þótt svo að það það hjálpi í raun lítið.