jæja… ég er búinn að vera að lyfta eins og geðsjúklingur núna uppá síðkastið og er það alveg að skila sér, en hinsvegar hef ég rekist á vandamál…
alltaf þegar það er komið að þeim degi sem ég tek tvíhöfða þá geri ég ýmsar æfingar en uppáhaldsæfingin mín er með svona EZ stöng (held hún heiti það) og það er allt gott og blessað, en þegar ég kom úr ræktinni um daginn þá var ég með þennann rosalega verk í framhandleggnum en ekki alltaf heldur bara þegar ég lyfti einhverju eða reyndi eitthvað á hann.
Þetta er svona í beininu og ég get alveg fundið hvar og ýtt á hann og finn þá til. Svo næst þegar það var tvíhöfðadagur þá gat ég lítið lyft vegna sársaukans, en asnaðist samt til að gera það… og ekki bæti það um, en nú er ég að spá ætli þetta sé eikkað hættulegt ?
Ég er hættur núna að gera æfingar sem setja álag á þetta, og þetta er alveg að lagast en það sem ég hef meiri áhyggjur af er hvort beinin ætli að gefa sig í hvert skipti sem ég reyni að æfa tvíhöfða… Gæti ég verið að gera eikkað vitlaust eða þarf ég kannski að styrkja framhandleggsvöðvana meira áður en ég fera að pína tvíhöfðana aftur?
Þetta voru bara svona pælingar um þetta, og vonandi getur einvher sagt eikkað um þetta… :P