Ég er sjálfur nýbyrjaður í þessu að reyna þyngja mig en ég er alltof grannur… þannig ég byrja að éta á 2-3 tíma fresti, ef þú ert í þannig vinnu að þú getir keypt þér mat í mötuneyti í hádeginu þá myndi ég gera það og reyna éta eins og þú getur og svo éta aftur um 3 leytið brauð eða e-ð… svo éta þig pakksaddann um kvöldmataleytið (19:00)…
Ég t.d. er að vinna frá hálf 6 - hálf 6, ég ét áður en ég fer í vinnu, svo fæ ég mér e-ð að éta um 9 leytið, svo aftur um 12 leytið, mat í mötuneytinu, svo aftur um 3 svo fer ég kannski að lyfta þegar ég kem heim ef ég hef orkuna í það annars bíð ég eftir kvöldmat og ét mig saddann… svo ét ég líka smá áður en ég fer að sofa eða fæ mér 2 mjólkuglös… ég er byrjaður að drekka mikla mjólk og borða meira brauð ég er búinn að fitna um 3-4 kíló á 2 vikum… ég veit ekki hvort það sé gott en ég þyngist þó… en í rauninni tek ég líka inn fæðubótaefnið Mega Mass 2000… Og já, þetta er allt saman að virka hjá mér :)
“If you wanna get strong - downright strong- you gotta do the big one, the squat”.