Byrjaðu lítið. Það hafa allir fallið á því að hætta alveg. Það þarf engann smá sjálfsaga til þess og það er ekki á allra færi. Byrjaðu bara á að takmarka nammið, minnkað svo smám saman. Það ætti að virka.
Hjá mér var það þannig að ég var eitt sumar úti í sveit þar sem var engin sjoppa og ég fékk bara nammi einstaka sinnum. Þá missti ég alveg þolið fyrir að borða nammi, fékk bara í magann af smá óhollu og missti alltaf lyst á nammi. Þetta var fyrir 2 árum og ég er ennþá svona í maganum, þoli lítið nammi, því ég hef borðað svo miklu minna nammi síðan.
Það sem ég nota líka til að hætta að kaupa mér nammi er að hugsa að þetta eyði bara peningum og mér verði bara illt í maganum af þessu. Svo er auðvitað best að kaupa sér ávexti eins og melónu og vínber fyrir peninginn sem maður sparar ;) Ávextir eru svo miklu ódýrari :P