Síðustu 2 daga hef ég verið nokkuð máttlaus í vinstri framhandleggnum sem að kemur dáldið niður á lyftingunum. Það er eins og aðeins hálfur framhandleggurinn sé máttlaus, en þetta er farið að fara dálítið í taugarnar á mér.
Ég er með marblett á þessu svæði, sem að er reyndar alveg að hverfa. Gæti verið að hann valdi þessum dofa, eða gæti það verið klemmd taug einhvers staðar? Hefur einhver reynslu af svona máttleysi?
Ég og bróðir minn vorum eitthvað að slást. Hann sem sagt kýldi í mig og ég náði að setja höndina fyrir mig :/ En annars þá byrjaði þetta nokkrum dögum eftir að ég fékk þennan marblett.
Máttleyisið er btw á neðri part handarinnar þ.e. litli putti og baugfingur. Ég man þegar ég rak olnbogann einu sinni í, þá fékk ég einmitt einhverskonar óþægilegan dofa akkúrat á þetta svæði.
er marbletturinn nálægt því sem kallað er vitlausa beinið? Þessir tveir puttar sem þú nefnir eru týpískir fyrir skaða eða mar á ölnartauginni, sem liggur einmitt grunnt þarna innanvert á olnboganum.
Ok, þetta er örugglega marin taug. Kom einu sinni fyrir mig að ég rak höndina illa í (á skíðum :P) og ég var skrítin í höndinni lengi á eftir, örugglega meira en viku.
Já ég varð máttlaus í einum fingri og fékk endalausann náladoða. En það hætti á sjálfum sér. En það þarf ekki að þýða að þetta hættir hjá þér, farðu til læknis.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..