Hættu að spila CS (nei segi svona =D) skrifaðu niður það sem þú borðar og reiknaðu út hvað þú borðaðir mikið af kaloríum á hverju kvöldi (tekur smá tíma en margborgar sig þarsem þú ert meira meðvitaður um hvað þú setur ofaní þig o.fl.) hreyfðu þig daglega (ekki einhverja 10 min sprett eða hjóla í 20 min heldur LANGA hreyfingu, svona klukkutíma göngutúr ætti að vera nóg, eftir svona hálftíma fer líkaminn að brenna að alvöru. Flott að fara bara á eitthvað útivistarsvæði eða hlaupabretti, skokka í 1 min, labba í hálfa, skokka í 2, labba í 1, skokka í 4, labba í 2, skokka í 8, labba í 4 og svo hvíld og byrja svo aftur. skilar svakalegum árangri og auðvelt að gera með þessum pásum.
(ennþá betra ef þú færð einhvern með þér til að spjalla við á leiðinni)
reyna að sleppa nammi aðra daga en laugardaga en EKKI missa þig á laugardögum í eitthvað 12 klukkustunda nammiát. ekki hætta alveg að borða nammi því það endar oft með því að maður svona “breakar” eftir langann tíma og borðar meira og meira afþví ef mann hefur langað svo lengi í það. s.s. 100 kall (50% afsláttur) bland í poka á laugardögum eða eitthvað snakk. verður samt að ráða þessu sjálfur (hvort þú sleppir eða hversu mikið þú borðar en endilega settu þér markmið til að standa við, mjög mikilvægt)
og mundu svo að þegar þú ert aftur orðinn grannur að hætta þessu ekki því það er MIKLU auðveldara að fitna aftur, haltu þessu allavega í nokkra mánuði eftir að þú ert orðinn grannur… þú munt ekki sjá eftir því þegar þú ert kominn í menntó ;);)
Margir sem reyna að minnka við sig af ákveðnum fæðuflokkum svosem Kolvetnisríkum fæði s.s. pasta og brauði. Vill benda þér á Spælt brauð sem er hægt að kaupa í Heilsuhúsinu og víðar og er GEÐVEIKT gott með smöri og osti.
drekka líka nóg af vatni, það hjálpar til hef ég heyrt