Farðu í ræktina og taktu á því, byrjaðu bara á að gera þessar stóru æfingar:
- Bekkpressu
- Hnébeygju
- Réttstöðulyftu 0g taktu bara hverja þessa lyftur 1x í viku og bætir öðrum minni æfingum með.
T.d.
Mánudagar: Brjóst og þríhöfði (Bekkpressa)
Þriðjudagar: Axlir og tvíhöfði ( axlarpressa, axlarlyftur til hliðar (lateral raises) Axlarlyftur fram á við(front raises) tvíhöfða curl /m stöng, /m handlóðum, í cable vél.),
Miðvikudagar: Lappir(Hnébeygja,fótapressaleg extentions, leg curls)
Föstudagar: Bak(Réttstöðulyfta, upphýfingar(pullup, vítt grip), róður (rows))
Og taktu vel á því sérstaklega í stóru æfingunum (4x 6-8 endurtekningar, ef þú getur meira en 8 endurtekningar þá bætirðu við þyngd.)
Svo er það mataræðið, ég er ekki að grínast, þú þarft að borða og borða og borða og BORÐA!
borða
minnst 6x á dag og borða mikið, ekki spá í fæðubótaefnum fyrr en mataræðið er komið í lag(nema kanski próteindufti.
Passa bara að fá minnst 2-2.5 gr á hvert kíló af líkamsþunga sem þú ert af próteini á dag s.s (65kg maður á að borða minnst 130gr prótein svo líka helling af kolvetnum og góðum fitum.
Prótein : Skyr, fiskur, kjúklingur, eggjahvítur, próteinduft og stangir.
Kolvetni : Brauð, pasta, kartöflur, hrísgrjón, og önnur kornmeti og einnig sykur(sem á helst að forðast)
Það verður erfitt fyrst að borða svona oft og mikið en það er nauðsynlegt til að þyngjast og það verður svo auðveldara og auðveldara)
Borðaðu einnig vel fyrir svefninn, sérstaklega prótein.
http://www.exrx.net/Workouts/Workout3TLA.html hérna er góður listi yfir æfingar á hvern vöðvahóp.