Það eru ekki “flest önnur” verkjalyf ávanabindandi. Ávanabindandi verkjalyf eru eiginlega bara þau sem innihalda ópíöt (morfín, kódein o.s.frv.) og það eru allt frekar sterk verkjalyf. Það er til fullt af verkjalyfjum sem eru ekki vanabindandi. Og fyrir utan það eru hin verkjalyfin líka ekki vanabindandi ef þau eru ekki misnotuð (þ.e. ef þau eru notuð rétt). Parasetamól er t.d. ekki vanabindandi, en svínvirkar. Ég hef einusinni fengið svoleiðis í æð, eftir aðgerð og úúúhhaaaa það virkaði :)
En ég hef svosem heyrt um þetta líka, en aldrei prófað það. En ég hef líka notað þessi “vanabindandi” verkjalyf og er ekki verkjapilludópisti ennþá.
En ef þetta er sterkt verkjalyf sem er ekki vanabindandi, ættu það að vera frábærar fréttir fyrir fólk sem hefur orðið háð deyfilyfjum. T.d. er óráðlegt fyrir alkóhólista og fleiri að taka lyf eins og parkódín.
http://www.netdoktor.is/lyf/lyf.asp?id=3908&firstletter=V&framl=&lysing=&number=&innih=&leit=Þetta er úr lyfjabókinni, mér sýnist listinn yfir aukaverkanir vera hálf-skelfilegur miðað við önnur verkjalyf. Enda er þetta flokkað sem gigtarlyf, en ekki verkjalyf…..
En ég veit ekki, kannski er þetta ekki sama lyfið og þú ert að tala um :S
Allavegana kv.
L.