Skoðun manna á teygjum hefur talsvert breyst á undanförnum örfáum árum.
Nýjar rannsóknir virðast hafa sýnt að teygjur dragi ekki úr meiðslum í íþróttum hvort sem þær eru gerðar fyrir eða eftir æfingu.
Herbert og Gabriel, 2002Andersen, 2005Hart, 2005Í dag er því grunnregla þjálfunar sú að teygja nóg til að mæta hreyfikröfum þeirrar íþróttar sem maður stundar, en ekki meir.
Þess má geta að það þarf þokkalegan liðleika til að gera löglega hnébeygju í kraftlyftingum og ennþá meiri liðleika í Ólympískum lyftingum. Djúp hnébeygja er ágæt teygjuæfing í sjálfu sér, einkum fyrir mjóbak og læri. Margir eru of stífir í mjöðmum og mjóbaki til að beygja djúpt og þurfa að vinna í því.
Hins vegar verða liðirnir og vöðvarnir ekki sterkari
af teygjunum í sjálfu sér. Það er gömul þjóðsaga.