Mér þætti fróðlegt að fá fram almennilegar rannsóknir á efnainnihaldi þeirrar fæðu sem við neytum, s.s. mjólkur og kjötafurða sem framleidd eru á þann máta að tilbúin efni allt frá tilbúnum áburði á tún, til sýklalyfjanotkunar, við vandamálum er hrjá framleiðslu þar sem reynt er að “ pína ” hvað mesta mjólk úr hverri kú, kunna að vera til staðar.

Hvað er mjólk og mjólkurafurðir mikið hollar nú til dags ?
Hve mikil er sýklalyfjanotkun í landbúnaði ?
Hve mikil er önnur efnanotkun í landbúnaði, þótt við höfum tiltölulega hreint loft og tært vatn ?

Hafa menn eitthvað hugsað út í þessa hluti hér á landi, líkt og finna má mjög víða annars staðar í veröldinni, eða er
þetta eitthvað sem enginn hefur hugleitt enn sem komið er ?

kveðja .
gmaria.