Ég er búin að vera í smá veseni núna nýlega, ég er alltaf þreytt, er að missa áhugan á öllu og fleiri leiðindi. Ég er líka með mjög slæma vöðvabólgu sem ekkert virðist virka á. ÉG er búin að fara tvisvar til læknis og læra allt um það hvernig ég á að sitja og þannig en ekkert lagast.
Svo var ég um daginn í lífsleiknitíma að læra um streitu og fattaði að ég er með flest alvarlegustu einkenni streitu.
Ég er mjög róleg manneskja, kannski of róleg stundum. Ég geri allt hægt, tala, borða, vinn, les, heyri … allt hægar en aðrir. Mér finnst það ekkert slæmt en fólkið í kringum mig krefst alltaf meiri hraða hjá mér. Ég þarf að borða alein ef ég borða ekki hratt, ég þarf að vinna hratt í vinnunni o.s.frv. Mér datt í hug hvort stressið gæti verið þess vegna. Ég finn ekkert annað sem gæti valdið stressi hjá mér þar sem ég er mjög róleg og þolinmóð í eðli mínu.
Mig langaði bara að spurja ykkur hvað er hægt að gera í þessu? Hvort ég geti fengið hjálp einhversstaðar til að losna við þetta, ekki hjá lækni því þetta er örugglega andlegt frekar en líkamlegt. Getur sálfræðingur hjálpað mér með þetta?
Takk fyrirfram :)