Líkaminn hefur 2 leiðir til að vinna orku (ATP) úr sykri.
Sú fyrri,
bruni, er mun skilvirkari, gefur 36 ATP orkueiningar úr hverri einsykrusameind. Bruni annar hins vegar ekki ATP eftirspurn vöðvanna þegar átökin eru mikil.
Þegar eftirspurnin er mikil, t.d. við lyftingar eða spretthlaup, notar vöðvinn aðra aðferð,
gerjun eða glýkólýsu, sem gefur aðeins 2 ATP fyrir hverja einsykru, en mjög hratt.
Gallinn er sá að við gerjun safnast fyrir mjólkursýra sem vöðvafrumurnar þurfa að losa sig við. Þegar styrkur mjólkursýru er orðinn of hár, hættir hann að starfa (eins og þegar maður er búinn að lyfta einhverri þyngd eins oft og maður getur, þá er það mjólkursýran sem kemur í veg fyrir að maður geti meira).
Við hvíld brennir líkaminn mjólkursýrunni og fullnýtir orkuna úr sykrinum.
Þolíþróttamenn reyna með æfingum sínum að hámarka orkuvinnslugetu án þess að fara yfir þolmörkin. Markmið þeirra gæti verið að hlaupa td á 80% af hámarkshraða án þess að mynda mjólkursýru. M.a. hjálpar að létta líkamann.
Sprettíþróttamönnum og kraftíþróttamönnum dugar hins vegar ekki að hlaupa á 80%. Þeir vilja bara hámarka hve miklu þeir geta afkastað við 100%. Þá hjálpar að vera þyngri og sterkari. Þol skiptir ekki máli svo lengi sem það nægir á æfingum.
Á millivegalengdum og mörgum “tækniíþróttum” skiptir miklu að þola mjólkursýruna betur. Líkaminn fer oft yfir mjólkursýrumörkin, en t.d. handboltamaður eða 400m hlaupari getur ekki bara hvílt sig. Hann þarf að þola mjólkursýruna lengur og æfingar miðast oft við það.
Ég vona að þetta hjálpi eitthvað.