Sæl veriði. Læknirinn minn ættlar að setja mig á rítalín núna á næstu dögum og ég er buinn að vera að fara i gegnum viðtöl, blóðþrýstingsmælingar og annað slíkt til að vera viss um að allt sé í 100% lagi áður en meðferðin hefst.
Núna langar mig að spurja hvort einhverjir hérna hafi reynslu af þessu lyfi og hvernig það hafi hjálpað þeim með hvaða ástand sem varð til þess að þeim var áskrifað rítalín. Svo eitt sem ég sækist mest eftir og það er hvort Rítalín hafi áhrif á ræktina hjá mér, hvort það hafi jákvæð eða neikvæð áhrif (minkandi áhrif á testerone/annað að hækkandi).
Og plís ekkert skítkast um rítalín, þetta er alveg afskaplega miskilið lyf og alveg fáránlegt hvað sumir eru fordómafullir á það (mjög erfitt að taka mark á sumum vegna þess).
Öll svör eru vel þökkuð.
takk fyrir.