1: Ég var að spá hvort þið vissuð um eikkað prótein (gott prótein)sem blandast í vatn en ekki mjólk…
Öll próteinduft á markaðnum eru til þess ætluð til þess að blanda í vatn. Ef þú ætlar að blanda í mjólk geturðu alveg eins drukkið mjólkina óblandaða. Það er alveg nóg prótein í henni.
2: Ég og vinur minn vorum að gera okkur prógramm og það er sett þannig upp að við tökum tvo vöðvahópa á dag á hverjum degi og aldrei neinn hóp tvisvar í röð… en er það næg hvíld ?
Til hvers viljið þið æfa á hverjum degi? Það er alger óþarfi (og sennilega til ógagns) ef ætlunin er að bæta á sig vöðvamassa. Þið eruð líklega að fá næga hvíld fyrir hvern vöðvahóp, en ekki fyrir líkamann í heild.
3: Eru einhverjar þekktar aukaverkanir af Kreatíni sem ég veit ekki um?
Nei, engar þekktar.
4: hvaða mat er best að fá sér áður en haldið er í salinn til að vera sem orkumestur?
Hvað sem er sem inniheldur eitthvað kolvetni, eitthvað prótein og fer vel í maga. Kókómjólk, banani, brauðsneið og mjólkurglas. Eitthvað svoleiðis létt.