Eru magic og orkan dökkir? Ég hef ekki smakkað þá og ekki séð þá nema í umbúðunum sem eru ógegnsæjar.
Jæja, allavega. Ég þekki nú ekki mikið til þessara drykkja, en að því er ég best veit eru magic og orkan í rauninni bara kók. Þ.e. sykur, kolsýra, vatn, fosfórsýra og koffín auk bragðefna.
Gatorade og powerade hins vegar eru goslausir (held ég) og koffínlausir. Þeir innihalda að mestu sykur (þrúgusykur) og sölt og er ætlað að endurnýja sölt og slíkt sem tapast við langvarandi áreynslu og svita.
Þeir sem eru að reyna að grenna sig ættu að forðast alla orkudrykki. Orka er mæld í hitaeiningum og ein dós eða flaska af orkudrykk inniheldur fleiri hitaeiningar en þú brennir á venjulegri æfingu.
Orkudrykki með gosi ætti engin að drekka á æfingum. Manni verður bara bumbult af þeim. Þeir eru hinsvegar ekkert sérstaklega óhollir nema kannski sykurinn í þeim. Ég kaupi samt ekki þetta sykur=fíkniefni bull.
Goslausu orkudrykkirnir, gatorade o.þ.h. eru fínir fyrir maraþonhlaupara og aðra íþróttamenn sem æfa eða keppa klukkustundum saman. Aðrir ættu að sleppa þeim og drekka vatn.