Almennt séð mundi ég mæla með því að taka óskipt prógramm fyrir allan líkamann amk fyrsta árið.
Lyfta 2-3svar í viku, 3-6 mismunandi æfingar, 2-4 sett, 5-10 endurtekningar per sett.
Ef þú vilt ganga, hlaupa, hjóla eða synda er best að gera það hina dagana eða á eftir lyftingaæfingu, ekki fyrir.
Samsettar (compound) æfingar með lausum lóðum eru bestar, yfirleitt betri en tækin.
Æfingaprógramm þarf að þjálfa 4 hreyfingar:
1 - ýta með fótum
2 - toga með fótum
3 - ýta með höndum
4 - toga með höndum
Auk þess er gott að bæta við:
5- æfing fyrir mjóbak
6 - æfinga fyrir kvið
Bestu æfingarnar í hverjum flokki eru
1 -
Hnébeygja (eða
Fótpressa)
2 - Réttstöðulyfta
3 - Bekkpressa (eða Axlapressa eða Dýfur)
4 - Upphífing
(eða Niðurtog eða Róður)
5 - Bakrétta
6 - Hnjályfta (og margar fleiri)
Bestu lyftingasíður á netinu eru:
ExRx.net
og
Stumptuous.com
Ég vona að þetta hjálpi þér eitthvað.