Maður þarf þess ekkert, en það er örugglega ekki verra. Það hefur virkað fyrir mig og vin minn sem ég fer oft með í ræktina… Annars, þegar ég segi að maður eigi að fara minnst 4 sinnum í viku, þá er það auðvitað bara álitamál hvað hver og einn vill, en ef maður fer 4 sinnum eða oftar, þá hefur maður tíma til þess að taka fleiri æfingar fyrir hvern vöðvahóp.
Reyndar hef ég lesið að það sé best að vera ekki lengur en klukkutíma í ræktinni, til að koma í veg fyrir einhverskonar niðurbrot í vöðvunum og að það sé ein ástæðan fyrir því að fólk tekur inn glútamín, þ.e. til þess að sporna gegn þessu niðurbroti og vera lengur en klukkutíma í ræktinni hverju sinni. Endilega leiðréttu mig ef ég hef rangt fyrir mér.