Ég veit þetta passar ekkert í heilsu og hollustu en ég vissi bara ekkert hvar ég ætti að pósta þessu.

En allavega…þá langar mig svolítið að vita hvort einhver hérna veit hvernig maður getur vitað hvort maður sjálfur, eða einhver annar, sé með Anorexíu.

Ég veit þetta hljómar asnalega, kann ekki að orða þetta betur.

Það kom stelpa í skólann hjá mér um daginn og var að tala við okkur um átröskun og ég spurði hana hvernig væri hægt að greina Anorexíu og hún talaði eitthvað um að það væri ef maður væri með lægra BMI en 18, á samt bágt með að trúa því, hef líklegast misskilið hana eitthvað.

En getur einhver hjálpað mér?