Já það er til lyf við skalla !
Þetta er eins í minni fjölskyldu, allir karlar með skalla og það snemma á lífsleiðinni. Ég tók ekki eftir því að hárið var farið að þynnast fyrr en ég var orðinn 18 ára. Þetta byrjaði með að kollvikin byrjuðu að hækka og svo byrjaði það að þynnast að ofan um 20. Ég var í soldri afneitun þar til að kærastan mín bennti mér á það að það væri farið að þynnast.
Ég ákvað að leita mér ráða og leitaði af einhverri lausn og fann hana að lokum.
Lyfið heitir Propecia
http://www.doktor.is/lyf/lyf.asp?id=3566&firstletter=P&framl=&lysing=&number=&innih=&leit=Ég er búinn að taka þetta lyf í eitt ár núna og hárið mitt er hætt að þynnast :) Ég er mjög ánægður. Það kostar reyndar soldið mikið, kringum 5.000kr á mánuði. Þetta er lyfseðilsskylt lyf, þannig að þú þarft að hafa samband við heimilislæknin þinn. Þetta lyf virkar best fyrir þá sem byrja nógu snemma á því.
Einnig er til annað lyf sem heitir Regaine.
http://www.doktor.is/lyf/lyf.asp?id=3587&firstletter=&framl=&lysing=Skallalyf&number=&innih=&leit=Ég hef enga reynslu af því, en það er hægt að versla það á Hárgreiðslustofunni Greifinn (Hringbraut, Vesturbær)
Vonandi hjálpar þetta þér eitthvað.