Hnébeygjan er besta alhliða fótaæfingin. Mun betri fyrir bæði styrk og heilbrigði en tækjaæfingar eins og fótrétta og fótpressa.
Fyrir byrjendur er fínt að gera hnébeygjur án aukaþyngdar. Líkamsþyngdin ein dugir í upphafi. Hér er
síða um hnébeygjur án lóða og kennslumyndband. Þeir sem eru mjög þungir gætu meira að segja þurft að styðjast við eitthvað.
Síðar má nota
handlóð og þegar styrkurinn eykst,
stöng með lóðumHér er
mjög góð grein á exrx.net um allskonar hnébeygjubábiljur og hér er
önnur eftir sjálfan Dr. Fred Hatfield (Dr. Squat), en hann var fyrstur til að taka 1000 pund (455kg) í hnébeygju.
Hnébeygjan æfir um 2/3 af vöðvamassa líkamans í einu. Aðaldrifvöðvar hennar eru fremri lærvöðvar (quadriceps) og rass (gluteus maximus), en einnig koma mjög við sögu hömlungar aftan á læri (biceps femoris), kálfavöðvar (gastrocnemius og soleus), hryggvöðvar (erector spinae og iliopsoas) og fleiri og fleiri.
Hér er önnur
úrvals grein um hnébeygjur eftir Dr. Kristu Scott-Dixon sem heldur úti frábærri vefsíðu um lyftingar fyrir konur (og karla),
stumptuous.com