Vinur minn sem er 15 ára hann borðar alveg svakalega óhollt… og þá meina ég mjöööög
t.d. á venjulegum þriðjudegi … fær sér kannski morgunmat og svo strax eftir fyrsta tímann fer hann uppí sjoppu og fær sér sykrað koke og 2 hitt, hann fær sér vanalega eitt þeirra og geymir hitt “hittið” þangað til í tímanum á eftir.
svo í hlénu sem við fáum vanalega frá 12:30 - 13:10 fer hann aftur og fær sér annað koke og kannski möffins og eitt hitt ef hann langar.
Honum fynnst þetta vera allt í lagi vegna þess að hann er svo grannur, en ég veit bara ekki alveg með það vegna þess að hann verður mjööög oft veikur og er algjör sláni. um 170 á hæð. Málið er bara að hann fær aldrei neitt sætt heima hjá sér og étur muuun meira nammi en aðrir sem fá kannski oftar nammi heima hjá sér.
Þar sem hann er ennþá að stækka og allt það gæti þetta ekki haft mikil áhrif á vöðvamyndun og allt það. Hann spilar líka eingar íþróttir.
endilega segiði mér hvað þetta er að gera við hann svo að ég geti sýnt honum það.
…