Ég er líka grænmetisæta og er búin að vera í svolítinn tíma. Ég skrifaði fyrir einhverjum tíma grein hérna inn á heilsa sem ber titilin “Grænmetisæta í vanda”. Á þeim tíma var ég gjörsamlega að veslast upp af næringarskorti. Huganlega í greininni en þó sérstaklega í svörunum er fullt af góðum ráðum. Bendi þér á að lesa hana;)
En svo ég deili smávegis með þér hérna líka þá:
Máttu ekki borða mikinn sykur vegna þess að þá færðu alla þína orku úr sykri en færð ekki næringu og fattar það ekki endilega sjálf.
Verður að vera dugleg að borða mjólkurvörur og mjólkurafurðir.
Verður að borða mikið og fjölbreytt grænmeti og ávexti.
Ég mæli með miklu dökk grænu grænmeti, baunum, hnetum, rúsínum.
Réttir með kjúklinga og sojabaunum eru mjög sniðugir.
Brokkolí og egg eru lifesavers.
Vendu þig á að borða nóg af kornvöru en helst sem minnst unna þ.e. gróft brauð, heilhveiti hitt og þetta og híðishrísgjrón.
Mátt ekki detta í það að borða alltaf bara brauð. Þó þú verðir að bassa uppá að fá kolvetni þá ef þú venur þig á að borða of mikið brauð gerist eins og með sykurinn, færð ágætis orku en ekki næringu.(sama gildir um pasta og kartöflur, verður að borða það líka en alls ekki eingöngu).
Ég mæli eindregið með því að þú takir vítamín. Ég myndi ráðleggja þér að taka lýsistöflur og fjölvítamín daglega en önnur vítamín bara í smá tíma í einu t.d. kaupa einn skamt (eina krukku eða einn pakka) og klára hann og taka so pásu því það er náttúrulega best að fá vítamínin úr matnum. En vítamínin sem þú ættir að taka er b-12, c vítamín en eiginlega bara yfir háveturinn (annars eru appelsínur góðar sem c-vítamín gjafar) og járn. Ég mæli mjög mikið með því að þú takir “járnkúra” þ.e. að í svona mánuð takiru járn á hverjum degi en takir svo pásu í nokkra mánuði. Líkaminn á oft erfitt með að taka upp járn í töflu formi þannig að ég myndi fara í heilsuhúsið og fá þér eitthvað sem er í “bréfum” og er í vökvaformi og þú setur einfaldlega út í safa.
Gangi þér vel
[quote="Elie Wiesel"]"There may be times when we are powerless to prevent injustice, but there must never be a time when we fail to Protest!."[/quote]