Réttstöðulyfta tekur á gríðarlega marga vöðva.
Hún tekur fyrst og fremst á lærvöðvana - framan og aftan - rassinn og mjóbakið. Réttstöðulyfta tekur einnig mikið á bakið, þ.e.a.s. lats, rhomboids, teres minor og teres major fyrir utan traps. Þannig að þú sérð að svæðið sem réttstöðulyfta tekur á er mjög stórt.
Það er gríðarlega mikilvægt að taka ekki of þungt í þessari æfingu og að gera hana rétt. Flestir vilja troða of miklu á stöngina og rústa á sér bakinu.
Ég hef ekki maxað í réttstöðulyftu en ég tek 150 kg nokkuð auðveldlega fjórum sinnum sem síðasta sett.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.