Sko, það skiptir engu máli áhrifa eða aukaverkana vegna. Það eru engar þekktar aukaverkanir af kreatíni nema að verða bumbult og það er bara af því að maginn þolir torleyst duftið illa. Taktu það ekki á fastandi maga.
Þetta er mjög líklega rangt hjá þér. Eina ástæðan fyrir því að ekki eru þekktar neinar aukaverkanir af notkun kreatíns er vegna þess að mjög lítið að ransóknum hefur farið fram á því sviðið. Flestar rannsóknir fara í að skoða hveru mikið kreatínið bætir, en ekki eituráhrifin. Svo þær rannsóknir sem hafa verið gerðar til að skoða eituráhrifin hafa ekki staðið yfir í nógu langan tíma.
Það eru til fullt af dæmum um ýmis áhrif á líkamann sem kreatínið hefur ollið. Ég get tekið sjálfan mig sem dæmi. Ég hef þrisvar sinnum reynt að taka inn Kreatín í nokkurn tíma. Eftir um 3 vikur verð ég að hætta vegna óreglulegs hjartsláttar. Og það eru til fleiri dæmi en mitt um að hjarslátturinn verður óreglulegur við intöku kreatíns, þó er ekki vitað afhverju það skeður, einmitt vegna þess að ekki hafa farið fram nógu góðar rannsóknir á eituráhrif kreatíns.
Svo þó að við vitum í dag ekki um nein óeðlileg áhrif af kreatíns, þá þíðir það ekki að þetta sé hættulaust. Sterar voru nú einu sinni hættulausir. En svo þegar menn fóru að rannsaka þá betur þá kom annað í ljós.
Líkaminn framleiðir kreatín sjálfur og í dag eru uppi getgátur um að langtímaneisla kreatíns leiði til þess að líkaminn hættir að framleiða það sjálfur. Það hefur auðvita ekki einn verið sínt framá það, en það hefur heldur ekki verið afsannað. Svo menn ættu að fara varðlega í það að fullyrða að Kreatínið sé hættulaus. Ef það er hættulaus, þá langar mig að vita afhverju innan 3 vikna get ég ekki sofið lengur vegna óreglulegra hjartslátta. Og ég er búinn að fara til hjartalæknis og gangast undir rannsókn, og hjartað mitt var í topp standi.