Sko þú ert líkleast að tala um Isolate prótein, eða einangrað prótein.
Flest öll próteinduft eru Isolate.
Isolate, þá hefur próteinið verið hreinsað í vatni eða alkahóli… Með jónuhreinsunartækni.
Þetta er á bilinu 90-95% hreint og er mjög gott mál.
Svo er til aðrar aðferðir til að sía próteinið, td. Ion Exchange sem er mjög dýrt prótein og svo Hydrolyzed prótein sem er langdýrast, en langbesta próteinið og ég efast um að þú mundir kaupa það… þetta er aðallega fyrir veikt fólk og læknar nota þetta :)
Ég nota sjálfur Isolate og ég sé lítinn tilgang í því að fá mér eitthvað betra hreinsað prótein.
En ef það stendur “Concentrate” á pakkanum… þá hefur verið notuð lélegasta aðferðin til að hreinsa próteinið og það er aðeins 50-60% hreint.