"Notkun vefaukandi stera er mikil í Bandaríkjunum og eykst jafnt og þétt, ekki síst hjá stelpum og ungum konum. Einnig færist notkunin sífellt neðar í aldurshópa. Í könnun sem var gerð þar í júní árið 2000 viðurkenndu 5,2% stráka og 2,2% stelpna í 9.-12. bekk (14-18 ára) að nota stera. Alríkiskönnun þar gerð árið 2001 sýndi að aldurinn færist enn neðar og 2,8% unglinga í 8. bekk sögðust hafa notað stera en það mun vera 22% aukning í þessum aldurshópi á þremur árum"
-Tekið af vísindavefnum.
Ekki segja mér að 2,8% unglinga í 8 bekk noti stera. Er þetta virkilega svona algengt?