Ég er að fara á frekar stórt mót eftir tæpar tvær vikur og er að spá hvort að þið hugarar lumið á einhverjum ráðum, allt frá mataræði upp í það hvernig þægilegast er að vera rólegur og afslappaður á meðan keppni stendur. T.d. hvað er best að borða fyrir keppni? Á meðan keppni stendur? Á ég að æfa á fullu fyrir keppnina eða halda bara í venjulega prógramið?

Fyrir mig er mjög mikilvægt að vera yfirveguð, vera róleg og einbeita mér því að ef ég læt skapið fara með mig þá er það ávísun á það að tapa (ég er mjög skapstór og slæm á taugum:/). Ég er svolítið stressuð því að ég mun þurfa fljúga til Ameríkunnar og snúa þá sólarhringnum örlítið og plús að ég er hugsanlega að fara að keppa við ólympíumeistara og allan pakkann. Ég verð reyndar vanalega ekki stressuð en þetta er eitthvað svo stórt!