Éta vel af prótínum til að eiga orku í framtíðinni, borða sem sagt aðeins meira að skyri en venjulega t.d. Maður á ekki að vera afslappaður og rólegur fyrir keppni, maður á að vera pínu stressaður það hjálpar manni oftast. Að sjálfsögðu getur það verið of mikið, besta leiðin er þá bara að fara aðeins afsíðis og loka augunum, draga djúpt andan nokkrum sinnum, opna augun og brosa aðeins. Þú æfir líka örugglega með öðrum krökkum, að segja hvort öðru brandara o.s.frv. getur losað aðra og þig við mesta stressið.
Þegar maður er unglingur er oft fullt af öðrum hlutum sem eru að plaga mann og það er bara staðreynd að maður hugsar á óraunhæfan hátt og tekur óskynsamlegar ákvarðanir. Að þjálfa með sér einbeitingu getur verið eitt besta tólið til að losa sig við svoleiðis hugsanir. Í flestum íþróttum er það náttúrulega þannig að einbeitinginn er eitthvað sem kemur sjálfkrafa um leið og maður byrjar að hreyfa sig, en að hafa og halda einbeitingu fyrir það er hinsvegar eitthvað sem þarf að gerast meðvitað.
Ég æfði til dæmis íþrótt þar sem að ég gat eytt tímanum fyrir keppni að fara yfir það sem ég ætlaði og átti að gera, með því að gera það aftur og aftur hélt ég einbeitingu og far kominn í hugarástand þar sem ég get farið yfir brautina í kolllinum. Þá er mikilvægt að ímynda sér brautina og fara eiginlega í gegnum hana í hausnum. Ég veit að frjálsíþróttarfólk gerir þetta líka, telur skrefin og og ímyndar sér hvernig það ætlar að hoppa o.s.frv. Það hefur sýnt sig að þetta hjálpar.
Ef þetta eru skylmingar gíska ég á að þú getir farið yfir fótahreyfingarnar þínar og hvernig þú ætlar að beita sverðinu í hinum ýmsu ástæðum sem þú kannt að lenda í og ímynda þér hvað þú myndir gera ef hitt og þetta myndi gerast. Þá hefurðu eitthvað til að einbeita þér að og ert búin að fara yfir það sem þú ert að fara gera og þá eru meiri líkur á því að þú gerir það rétt.
Ekki gera óraunhæfar kröfur til þín og hugsaðu um mótið á jákvæðu nótunum, ef íþróttinn er þess eðlis að þú getur vingast aðeins við hina keppendurnar er um að gera, það getur auðveldað fyrir vikið. Tökum sem dæmi, það er skemmtilegra að spila fótbolta með vinum sínum frekar en óþekktu fólki ekki satt? Ég held að ef að manni text að gera þetta pínu skemmtilegt og draga aðeins úr alvarleikanum þá getur maður einbeitt sér betur því maður hefur ekki áhyggjur af hlutum sem maður ætti í raun ekki að vera spá í.