Sæl,
Ég er búin að vera á leiðina í ræktina síðan í nóvember. Eins og svo oft þá hafa þau plön sífellt þurft að sitja á hakanum vegna prófa og svona en ég sé fram á það að ég hef dríf mig ekki núna gæti þetta farið að dragast verulega.
Málið er að ég veit ekkert í hvaða líkamsræktstöð ég á að fara eða hvað ég á að gera þar. Að kaupa kort og vita síðan ekkert hvernig maður á að fara að er dýrt spaug sem ég því miður brennt mig all oft á.
Þess vegna hef ég tekið þá ákvörðun fyrir sjálfan mig að í ár ætli ég að splæsa í einkaþjálfara.
En það kemur á daginn að það er víst síst auðveldara viðureignar. Upplýsingar á netinu finnst mér af skornum skammti. Ef eitthvað er minnst á einkaþjálfara eru það einungis langir listar yfir netföng, en ég veit ekkert hvað greinir þá að og varla get ég verið að senda þeim öllum póst. Gúglun hefur jafnframt dugað mér skammt.
Einhver hefur bent mér á að fara í líkamsræktarstöðvarnar og láta þær benda mér á einhver. En málið er að ég veit ekkert hvaða líkamsræktarstöð er málið. Ég er á bíl og því er staðsetning lítið vandamál, og því vil ég helst finna góðann og gagnlegann einkaþjálfara fyrst, og láta það ráða hvaða stöð ég fer í.
Jafnframt eru fleiri þættir sem ráða til um, t.d. verðið, bæði hjá þjálfurnum og stöðunum, fjöldi skipta í viku hjá þjálfarnum og orðspor þjálfaranna.
Þetta getur, skiljanlega, reynst óinnvígðum erfiður samanburður, sérstaklega þegar hann hefur engann reyndari sér til aðstoðar.
Þess vegna spyr ég ykkur; með hvaða einkaþjálfurum mælið þig, og hvers vegna?