Líkaminn losar sig við svona 2.5 lítra af vatni á dag því er eðlilegt að þú drekkir um 3 lítra af vökva þarf af um 2 lítra af hreinu vatni eða 8 glös (þetta er ekki mikið, getur drukkið tvö að morgni, tvö að hádegi, síðdegis tvö og svo á kvöldin tvö).
Svo eru ýmsir þættir sem þarf að taka til greina, klst. af ákveðnum æfingum, hvort það er þrek eða vaxtarækt, getur losað líkaman við um líter til að vinna úr forðaorku og til að kæla sig (sviti).
Tvö helstu efnin sem hafa áhrif á vatnsinntöku eru kaffín og etanhól, bæði efnin valda oftast vökvatapi sem er venjulega meira en vatnsinnihald drykkjana sem innihalda efnin (kaffi, bjór etc.). Kaffín magnið í gosdrykkjum er reyndar ekki mjög hátt, það er meira mikið meira í kaffi, líklegast svipað magn í te (sem ég mæli með að fólk drekki vel af ;). Hugsanlega er vökvatapið vegna drykkju gosdrykkja svipað og innihald drykkjarins.
Helsta ástæðan fyrir því að við ættum að drekka meira vatn en við gerum er fjölþætt og í raun held ég að það sé hægt að tengja tugi heilbrigðisvandamála við skort á vatni. Vatn þjónar mikilvægum tilgangi í jafnvægistemprun allra lífvera, það er tilhneigin lífvera til að halda jafnvægi innan sjálf síns (það sem heldur okkur á lífi basicly). Gnægtir vatns auðvelda úrganslosun sem er gott af svo mörgum ástæðum að það er varla hægt að telja það upp. Ástæðurnar eru t.d. þær sömu og fyrir því að við ættum að éta meira af flóknum kolvetnum, trefjum etc. Uppsöfnuð eiturefni í líkamanum, hvort sem það er í görnunum á okkur eða annarstaðar valda endalaust mörgum heilbrigðisvandamálum. Það er ekki erfitt að ímynda sér að jafnvel sjúkdómar eins og krabbamein gæti fækkað ef fólk myndi taka meðvitaða ákvörðun til að losa sig við eiturefni með því að koma jafnvægi á hægðir með áti trefja og losun eiturefna með vatnsdrykkju.
Að auki hefur súrt matarræði vesturlandabúa áhrif á jafnvægi líkamans. Sýrumagnið er svo mikið að það gengur á basabirgðir líkamans og blóðkornin verða í raun slöpp (bara eins og tennur ætast), þetta kemur í veg fyrir nýtingu næringar, losun úrgangs og flutning súrefnis. Mastu eftir fréttinni um níræðu konuna sem að byrjaði að skokka reglulega sér til heilsubótar eftir blóðgjöf? Ég held að það sé ekki tilviljun, hún nýtir næringuna betur og losar sig hraðar við uppsöfnuð eiturefni og súrefnismagn til vöðvanna eykst svo hún hefur meiri orku en venjulega til daglegs amsturs. Vatn getur hjálpað líkamanum umtalsvert við að halda sýrustigi líkamans á réttum stað svo hann verði ekki súr (hann bókstaflega verður það). Ef þú ert vanur að drekka mikið gos og annað slíkt sem getur valdið slíku ástandi geturðu stemmt stigum við því með því að drekka basíska drykki, t.d. grænt te eða einfaldlega hrært sódíum tvíkarbónat út í vatn hjá þér (matarsóda, sem bragðast ekki mjög vel reyndar teið er betri kostur að mínu mati).
Það er í raun stórfurðulegt að fólk hreinsi líkaman að utan með mörgum lítrum af vatni þegar það fer í sturtu en drekkur síðan kannski ekki nema einn líter að meðaltali af hreinu vatni á dag til að hreinsa sig að innan ;)
Vona að þetta hjálpi eitthvað.