Já en samt sem áður þá er ýmislegt sem getur skekkt útkomuna. Ég t.d. þekki mann sem er frekar þybbinn og alveg örygglega yfir mörkin yfir heilbrigða fituprósentu. En þar sem hann er með mjög mjó bein þá segir BMI talan hans að hann sé í hinu besta formi. Bein eru þung og því getur maður verið léttur og feitur á sama tíma. Að bera saman þyngd eða BMI þegar kemur að heilbrigði eru fáránlega lélegar aðferðir og ég vildi að það væri hægt að útrýma þessari þráhyggju hjá manninum. Fita er mjög létt og því er margt annað í líkamanum sem getur gert mann of léttann eða of þungann samkvæmt slíkum formúlum.
Fólk talar en þá um að vilja “missa 5 kg” og hættir síðan strax í vonbrigði þegar það þyngist, sem oft er vegna vökva og aukins vöðvamassa. Þráhyggjan virðist ná svo langt hjá sumum að þeir sjá ekki mun í speglinum vegna þess að þeir eru óánægðir með töluna, þrátt fyrir að línur líkamans séu betri. Eina fólkið sem er öruggt með að geta talið niður kílóin er fólk í mikilli ofþyngd, aðrir ættu ekkert að hugsa um það.
Classification - Women - Men
Essential Fat - 10-12% - 2-4%
Athletes - 14-20% - 6-13%
Fitness - 21-24% - 14-17%
Acceptable - 25-31% - 18-25%
Obese - 32% + - 25% +
http://www.healthchecksystems.com/bodyfat.htm