Líkamsmassastuðull dugar mjög vel fyrir faraldursfræðilegar rannsóknir á offitu og þvíumlíku, einkum vegna þess að upplýsingar um hæð og þyngd eru auðfengnar.
Hann dugar síður fyrir einstaklinga, en þó alveg þokkalega nema fyrir mjög massað fólk. Mjög massað fólk er svo til eingöngu þeir sem lyfta.
Mjög massað fólk er frekar sjaldgæft. Ég er nokkuð viss um að ef þú tækir sýnishorn af 100 manneskjum með BMI yfir 30 (of feitir) þá væru innan við 5 sem væru “massaðir”. Sennilega innan við 1. Jafnvel meðal þeirra sem lyfta er ekki algengt að BMI fari yfir 30.
Já, BMI er hærra fyrir stórbeinótta, en sá munur rúmast alveg innan “eðlilegra marka”. Td eins og ég benti á þá eru “eðlileg” mörk 170cm manns 55-71kg. Það er ansi vítt bil.