Við erum að tala um sætindi, mat, ekki fíkniefni eða áfengi. Ég þekki fólk sem hefur ekki snert sætindi hátt í þrjú ár og því líður bara vel. Málið er að sætindi eru gerviþörf dauðans. Þú þarft ekkert á þessu að halda og það er til matur sem er miklu betri en sætindi sem er hollur og bragðgóður. En ég meina, það er til fólk sem getur hrúgað í sig sætindum án þess að á sjáist og aðrir hafa bara ekki það hraða brennslu að þeir geti borðað sætindi… Eins og ég hef sagt þá getur öll föðufjölskyldan mín borð hvað sem er án þess að það sjáist á þeim en allt annað er upp á teninginum hjá móðurfjölskyldunni minni þar sem brennslan er ekki jafn hröð, fólk er lágvaxnara og þar fram eftir götunum. Þeir sem vilja vera í meðalþyngd verða nú að gera sér grein fyrir hvernig beinabyggingu það er með og hve mikið það getur borðað og hvað það getur borðað. Ef einhver er yfir meðalþyngd, mikið yfir þá, þá er eitthvað að mataræðinu. Þá er mataræðið sem verður að taka í gegn, ekki bara fá sér árskort í ræktina og mæta þrisvar í viku, sem skilar jú einhverjum árangri en með röngu mataræði mjög litlum.