Ég held að það standi leiðbeiningar utan á umbúðum og á mörgum vefsíðum hvernig taka á inn kreatínið.
En standardinn er að hlaða sig upp þó það er ekki nauðsynlegt. Getur borðað eina skeið á dag en þá tekur það lengri tima fyrir líkamann að ná hámarksafköstum á kreatíninu.
Að hlaða sig er að borða teskeið 3-4 sinnum á dag i 5 daga, en annars nærðu alveg sama punkti á einni skeið á dag í 10-20 daga. Sumir telja það að hlaða sig sé alveg óþarfi og í raun bara eyðsla á kreatíni því líkaminn hefur takmörk yfir því hversu mikið hann getur tekið að sér á dag. Ef þú ætir alla dolluna fengirðu niðurgang í mesta lagi og 99% myndu skolast beint í gegnum kerfið hjá þér og beint út aftur.
Það er grein hérna á huga um kreatín, mikklu einfaldara fyrir fólk að lesa hana heldur en fyrir hvern og einn að búa til kork þegar hann byrjar að fikta með þetta.
Kreatín getur hjálpað íþróttamönnum að bæta þrótt en mér finnst oft eins og fólk haldi að kreatín sé leið til að verða massaður á 1-2 mánuðum sem er alveg kolrangt. Þekki slatta af fólki sem byrjar að lyfta og byrjar að éta kreatín strax, sér aldrei árangur vegna þess að það borðar vitlaust með, lyftir vitlaust og veit ekkert í sinn haus um lyftingar og heldur að það verði massað útaf kreatíninu.
Þar sem þú virðist ekki vita mikið um kreatínið þá ættla ég að minna þig á það að þú verður að cycla kreatíninu því líkaminn venst efninu smám saman og á endanum hættir það alveg að virka. Ágætt er að borða kreatínið í 2-3 mánuði i senn og taka svo aðra 2-3 mánuði án þess og þannig til skiptis.
Svo það að drekka nóg vatn því sumt fólk fær hjartsláttartruflanir á kreatíni, það er ekki vitað 100% afhverju en það er talið vera því að kreatínið stelur vatni frá líffærunum, þeas bindur stærri hluta vatnsins í líkamanum í vöðvunum.