Ég er búin að vera að taka mig á í gos og djús þambinu og er búin að minnka það nokkuð mikið (fæ mér smá um helgar)…og er farin að drekka miklu meira vatn en ég gerði, enda heyrði ég að það er gott fyrir bólur o.s.fr. En ég á það líka til að missa mig í vatninu og drekka ooof mikið. þá er ég að tala um kannski t.d 5-7 stór glös á klukkutíma(man ekki alveg) EN ég er bara með eitt nýra og er því að pæla hvort að það sé ekki óhollt fyrir nýrað ef ég er að drekka svona mikið, því það þarf að vinna fyrir tvö nýru. getur það ekki bilað af öllu þessu þambi???