Ja, asnalegt og asnalegt ekki. Líkamsmassastuðull virkar mjög vel fyrir faraldursfræðilegar rannsóknir því að mjög líklegt er að tölurnar (hæð og þyngd) séu til því þær er svo auðvelt og fljótlegt að mæla.
Langflestir sem hafa háan stuðul eru of feitir og því dugar hann vel við tölfræðilegar úttektir á stórum hópum.
Hins vegur getur hann verið misvísandi ef honum er beitt á einstaklinga, einkum þá sem stunda styrktarþjálfun að einhverju marki.
Ég er td ekki nema 3-4 kíló frá því að vera offitusjúklingur skv BMI.