En hey, þið eruð að tala um “hættur” og svona í lyftingum. Ég var að pæla, ég er 16 að verða 17.
Ég var að pæla hvort ég gæti nokkuð hafa skemmt eitthvað útaf “ég hef byrjað of snemma”. Öll liðamót og allt það eru í góðu standi, allavegana finn ég ekki fyrir neinum meiðslum þegar ég lyfti þungum lóðum. Eða verður þetta kanski eftir 10 ár þannig að ég hugsi “ohh, ég hefði ekki átt að byrja að lyfta þegar ég var svona ungur”.
Þessir íþróttakennarar eru ALLTAF að hræða mann með þessu og hann var að segja mér síðast í gær að það er slæmt að lyfta þungum lóðum, upp á vaxtarlínur og vöðvana og allt það dæmi og maður eigi bara einfaldlega ekki að lyfta ungur, nema þá léttum þyngdum.