Ertu búinn að vera eitthvað að sjokkera??
Já, en það var bara ein vika og ég kom mjög ferskur út úr þeirri viku.
Þetta hefur gerst fyrir mig áður, þá var ég að rembast við 5*6 85kg en var byrjaður að þurfa aðstoð við síðustu lyftuna svo ég létti aftur í 82,5 og tók 6*8 þangað til ég gat 5*10 og fór þá aftur í 85kg og komst fljótlega á skrið á ný. Reyndar gerðist þetta líka þegar ég var að taka 75kg og núna er ég í 95kg svo ég má kannski búast við þessu á 10kg fresti:)
Ég ætla þá að prófa að taka bara léttari þyngdir oftar og einbeita mér meira af skábekknum og flugunni, þröng bekkpressa kemur þó ekki til greina vegna úlnliðsins á mér.
Enn af hverju gerist þetta þegar maður er á fljúgandi siglingu? Ég hef reyndar verið að hlaupa heldur rösklega síðustu daga (45 mín með 10km úti og á bretti 40 mín á meðalhraða yfir 15) en á móti fer ég núna nær daglega í Nóatún og kaupi fullt salatbox af pasta.
ps. Mælir þú með einhverjum fæðubótarefnum?
kv de