Jú, ég er unglingsstelpa, táningur hvað sem þú vilt kalla þetta og ég er orðin svo hundleið á þessum stelpum, sínöldrandi yfir því hvernig þær líta út. Þær byrja bara að æla, hætta að éta rétt eða eitthvað þaðan af verra. Þessar stelpur eru margar hver í mjög góðu formi, þær líta vel út en samt er eitthvað innprentað í heilann þeirra sem segir “ég verð að vera grennri, ég verð að vera svona”. Sumar hverjar líta alveg stórkostlega vel út, eins og ein vinkona mín sem hefur verið í fimleikum frá 6 ára aldri. Geturðu ímyndað þér hana sem hnellna hnátu? Hún er vöðvabúnt, sterkari en flestir strákarnir í árgangnum, samt er hún að væla endalaust yfir því hve FEIT hún er.
Á þessum árum skiptir aðeins það að vera “sáttur við sjálfa þig” máli. Það er auðveldara fyrir þessar stelpur að gera 35 magaæfingar á dag, og hollara, en að fara að reyna að grenna sig sem getur farið út í öfgar og stundum fer það út í öfgar. Sálfræðilega séð þá er ekki sniðugt að segja við 14-16 ára stúlku að hún þurfi að missa kíló til þess að fá flottari magavöðva. Sálfræðilega þá er betra að segja henni að gear magaæfingar, því að þá heldur hún að það séu framför í húfi, þá sér hún það sem hún er með og þá sér hún sig í réttu ljósi.